Actavis

Geðklofi

Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og aðstandendur

Geðklofi (schizophrenia) er einn þeirra mörgu sjúkdóma sem fólk getur fengið. Einkennin eru margvísleg og einstaklingsbundin. Þau eru m.a. fólgin í sérkennilegum breytingum á andlegu ástandi og hegðun. Það er sameiginlegt með sérkennilegum eða undarlegum einkennum að þau verða oft torskilin og valda ótta, einkum þegar þekking um eðli þeirra er takmörkuð. Viðbrögð fólks við geðklofa hafa því oft mótast af ótta, fordómum og jafnvel andúð. Slík viðbrögð eru óþörf. Til dæmis telst það til undantekninga að sjúklingar með geðklofa verði ofbeldishneigðir eða meiði fólk.

Rannsóknir sýna að tíðni slíks atferlis er ekki meiri en gerist meðal almennings. Of margir þeirra sem veikjast af sjúkdómnum leita seint, stundum aldrei, eftir viðeigandi meðferð. Án meðferðar er hætt við að einkenni sjúkdómsins ágerist, oft með alvarlegum afleiðingum. Nútímameðferð hefur leitt til þess að flestir þeirra er veikjast stunda nám og ýmis störf og njóta samskipta við fjölskyldu og vini.

Þess er vænst að þessi bæklingur geti stuðlað að aukinni þekkingu og skilningi fólks á geðklofa. Jafnframt eru í bæklingnum leiðbeiningar um viðbrögð gagnvart sjúklingum og ráð til þeirra sem hafa sjúkdóminn. Fólk er hvatt til að leita frekari

  • go back