Actavis

Svefn og svefntrufl.

Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og aðstandendur

Ekki er alveg ljóst hvers vegna við þurfum að verja um þriðjungi ævinnar í dvala svefnsins en víst er að ein af forsendum vellíðunar er góður svefn. Ófullnægjandi svefn hefur margvísleg áhrif á líf okkar. Ef við náum ekki nema þriggja tíma svefni á sólarhring gera ýmis einkenni vart við sig, svo sem veruleg syfja, óþreyja og skert athygli. Ef svefninn verður enn styttri fer einnig að bera á sinnuleysi, áhugaleysi, þreytu og dómgreindarskorti.

Stundum má rekja orsakir slysa og ýmissa annarra óhappa til svefnleysis. Jafnvel getur viðnám gegn ýmsum sjúkdómum minnkað, svefntruflanir geta einnig haft veruleg truflandi áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi.

Svefntruflanir valda ekki geðsjúkdómum. Reyndar eru þær ekki sjúkdómur heldur einkenni sem eiga sér margvíslegar orsakir og tengjast fjölmörg um sjúkdóm um. Í riti þessu er leitast við að lýsa viðurkenndri flokkun og einkennum svefntruflana. Þekking og skilningur eykur fólki oft öryggi og þá á það oft betra með að sofa.

  • go back