Actavis

Öryggi, heilsa, umhverfi

 Stefna Actavis er að starfa á ábyrgðarfullan hátt í samfélaginu

Stefna Actavis á Íslandi í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum

Við sýnum í verki að við erum til fyrirmyndar við að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið, búa hvert öðru öruggan og heilsusamlegan vinnustað, hlíta lögum og reglum um öryggi, heilsu og umhverfismál ásamt því að vinna stöðugt að því að gera enn betur.

Einkunnarorðin eru: Okkar öryggi – allra hagur

Meginmarkmið

Ár hvert eru sett fram meginmarkmið sem eru samhljóma þeim öryggis-, heilsu- og umhverfismarkmiðum sem Actavis samstæðan setur.

Leiðir að markmiðum og mælikvarðar

Til að ná settum markmiðum eru skilgreindar leiðir og mælikvarðar. Þar má nefna að úrbótaliðum sé lokið innan settra tímamarka, eftirlitsferðir stjórnenda og annarra starfsmanna skilgreindar og skipulagðar og þjálfun í verkferlum sem varða öryggi, heilsu og umhverfi sé ávalt samkvæmt áætlun.

Vottuð kerfi

Tvær einingar Actavis á Íslandi hafa hlotið ISO 14001 vottun fyrir umhverfisstjórnun og OHSAS 18001 vottun fyrir vinnuöryggisstjórnun.

  • go back