Actavis

Samfélagsþátttaka

Hlutverk Actavis er að efla heilsu og lífsgæði fólks

Actavis leggur metnað sinn í að efla þau samfélög þar sem fyrirtækið starfar með þátttöku í ýmsum samfélagsverkefnum.

Með þessu vill Actavis láta gott af sér leiða, einkum á þeim sviðum sem stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum fólks í sínu nærumhverfi.

Actavis hefur lagt áherslu á eftirfarandi málaflokka þegar kemur að samfélagsverkefnum.

  • Heilbrigði
  • Velferð barna
  • Forvarnir
  • Íþróttir

Knattspyrnu- og handknattleiksdeildir FH

Actavis hefur verið einn aðalstyrktaraðila knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar FH um árabil. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að styrkja nærumhverfi sitt. Við teljum að með slíkum stuðningi geti Actavis stuðlað að forvörnum og heilsueflingu með beinum og ábyrgum hætti í sínu nánasta umhverfi, í öflugu félagsstarfi FH sem skilar sér svo áfram út í þjóðfélagið. 

  • go back