Actavis

Samfélagsþátttaka

Hlutverk Actavis er að efla heilsu og lífsgæði fólks

Actavis leggur metnað sinn í að efla þau samfélög þar sem fyrirtækið starfar með þátttöku í ýmsum samfélagsverkefnum.

Með þessu vill Actavis láta gott af sér leiða, einkum á þeim sviðum sem stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum fólks í sínu nærumhverfi.

Actavis hefur lagt áherslu á eftirfarandi málaflokka þegar kemur að samfélagsverkefnum.

Heilbrigði

Velferð barna

Þekkingarsköpun

Forvarnir

Íþróttir

Af verkefnum félagsins á þessu sviði nefna Forvarnardaginn, sem haldinn er í samstarfi við forseta Íslands og samstarf við FH, Hauka og Handknattleikssamband Íslands. Einnig styrkir fyrirtækið reglulega og ýmis sjúklingasamtök. 

 

Forvarnardagurinn

Hinn árlegi Forvarnardagur var haldinn í fyrsta sinn árið 2006 að frumkvæði Forseta Íslands og Actavis. Síðan þá hefur Actavis stutt dyggilega við verkefnið á hverju ári.

Markmið verkefnisins er að rannsaka og bregðast við neyslu áfengis og reykinga á meðal unglinga. Vísindamenn við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þessar rannsóknir vakið alþjóðlega eftirtekt.

Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Heimasíðu fyrir verkefnið má finna á forvarnardagur.is.

Auk Forsetaembættisins og Actavis, er Forvarnardagurinn haldinn í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskólann í Reykjavík og Rannsóknir og greiningu.

Frábær árangur hefur náðst með verkefninu sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Forvarnardagsins.

Lykilniðurstöður:

Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna

Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum

Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð

Knattspyrnu- og handknattleiksdeildir FH og körfuknattleiksdeild Hauka

Actavis hefur verið styrktaraðili knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar FH sem og aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Hauka til fjölda ára enda leggur félagið mikið upp úr því að standa við bakið á nærumhverfinu og stuðla þannig að forvörnum og heilsueflingu.

             

  • go back