Actavis

Fréttatilkynningar

13 JÚL. 2017 / All

Betolvex fæst nú einnig í lausasölu

 

Nú á vordögum varð breyting á afgreiðslutillhögun á lyfinu Betolvex. Betolvex er B12-vítamín sem hefur verið lengi fáanlegt gegn lyfseðli en fæst nú sem lausasölulyf og heldur greiðsluþátttöku sé lyfið fengið með lyfseðli. Nú er því hægt að fá Betolvex bæði sem lausasölulyf og gegn lyfseðli ef það hentar betur t.d. vegna greiðsluþátttöku SÍ. Betolvex er fáanlegt í öllum apótekum.  En hvað er B12-vítamín?  B12-vítamín er lífsnauðsynlegt vítamín t.d. fyrir eðlilega frumuskiptingu, eðlilega blóðmyndun og eðlilega starfsemi tauga. Skortur á B12-vítamíni getur t.d. valdið blóðskortssjúkdómum og/eða einkennum frá taugakerfi, t.d. skyntruflunum. Yfirleitt fæst B12-vítamín í litlu magni með fæðu. Dæmi um fæðu sem inniheldur B12-vítamín er rautt kjöt, innyfli dýra, mjólkurvörur og egg. Það frásogast í líkamanum fyrir tilstilli t.d. magasýru og sérstaks próteins sem myndast í slímhúð magans. Hvað eykur hættuna á B12-vítamínskorti? Ákveðin lyf og lyfjameðferðir hafa þekkt áhrif á upptöku B12-vítamíns. T.d. er þekkt að sykursýkislyf eins og metformín geta hindrað frásog B12-vítamíns. Skortur á B12-vítamíni getur einnig komið fram vegna langtímameðferðar við bólgum í meltingarvegi. Áhrifin geta þó verið mismikil eftir lyfjum og þess hve reglulega þau eru notuð. Hjá eldra fólki kemur B12-vítamínskortur m.a. fram ef vítamínið frásogast ekki eðlilega úr fæðu eða vegna einhæfs mataræðis. Seliak sjúkdómurinn veldur skemmdum á slímhúð smáþarmanna sem leiðir til þess að truflanir verða á eðlilegri upptöku vítamína og steinefna (t.d. kalks, D-vítamíns og B12-vítamíns). Hætta er á að hjá grænmetisætum og þeim sem velja vegan lífsstíl geti skortur á B12-vítamíni komið fram þar sem aðal uppspretta B12- vítamíns kemur úr dýraríkinu. Strangt grænmetisfæði inniheldur ekkert B12-vítamín. Hvernig kemur skortur á B12–vítamíni fram? Fyrstu einkennin eru oft þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi. Ef blóðleysið er mjög mikið getur fólk fundið fyrir hjartakveisu, höfuðverk og verkjum í fótum við gang vegna lélegs blóðflæðis. Þar að auki eru mörg einkenni sem benda til skorts á B12: rauð, ert og jafnvel slétt tunga, minnkað bragðskyn, meltingarörðugleikar, vindgangur og breyttar hægðavenjur, jafnvel með niðurgangi. Skortur á B12 kemur einnig niður á taugafrumunum sem hefur áhrif á húðskyn og minnkar titringsskynið. Þegar á líður koma fram gang- og samhæfingartruflanir ásamt stjarfalömun. Einkennin geta einnig verið andleg svo sem minnisleysi, þunglyndi og vitglöp. Gott er að leita staðfestingar á B12–vítamín búskap með blóðprufu. Ráðlagður skammtur hjá fullorðnum er: 1 tafla á dag Viðhaldsskammtar eða fyrirbyggjandi meðferð er venjulega 1 tafla á dag fyrir fullorðna.