Actavis

Fréttatilkynningar

30 JÚN. 2016 / Samfélag

Starfsfólk Actavis safnar 600.000 fyrir BUGL

 

F.v. Linda Kristmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild BUGL, Unnur Heba Steingrímsdóttir, þjónustustjóri á göngudeild BUGL, Jenný Sif Steingrímsdóttir og Hafrún Hlín Magnúsdóttir frá Actavis.

Á dögunum stóð starfsfólk Actavis fyrir svokölluðum áskoranadegi til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Vikurnar á undan höfðu áskoranir gengið manna á milli og áheit safnast. 
Frábær þátttaka var á deginum sjálfum og áskoranirnar fjölbreyttar og skemmtilegar, t.d. rjómatertukast framan í stjórnendur, söngur, kanilát, vatnsfötu-áskorun, ýmsar líkamsræktaræfingar, o.fl. Samtals söfnuðust 600.000 kr. sem hafa verið færðar BUGL.

Allir voru sammála um að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel þar sem starfsmenn fóru á kostum og skemmtu sér konunglega, allt til að styðja við mikilvægan málstað sem snertir okkur öll – geðheilsu barna og unglinga.

Actavis hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við ýmiskonar forvarnarstarf, heilbrigðismál og verkefni sem tengjast velferð barna og leggur áherslu á að styðja frumkvæði starfsfólks við að leggja samfélaginu lið.