Actavis

Lagalegur fyrirvari

Gildir frá: 5 júní 2015

Skilgreiningar notaðar í þessari persónuverndarstefnu

Persónugögn” á við þau gögn sem tengjast þér og hægt er að nota til að auðkenna þig.
“Teva” á við Teva Pharmaceutical Industries Ltd. með aðsetur að 5 Basel Street, Petach Tikva 49131, Ísrael.

"Síðan" á við www.tevapharm.com.
„Við”, „okkur” og „okkar” getur einnig átt við Teva í þessari persónuverndarstefnu.

Deila á Facebook Deila á LinkedIn

Teva og friðhelgi þín

Teva virðir friðhelgi notenda síðunnar og skuldbindur sig til að vernda persónugögn þeirra.

Umfang persónuverndarstefnunnar

Persónuverndarstefna þessi nær yfir öll þau gögn sem við söfnum í gegnum síðuna. Við gefum slóðir á aðrar vefsíður sem við höfum ekki vald yfir. Frekari upplýsingar um þetta má nálgast í kaflanum um vefsíður þriðju aðila og samfélagsmiðla hér að neðan.

Gögn sem við söfnum

Við kunnum að safna persónugögnum um þig þegar þú notar síðuna. Persónugögn sem við söfnum á síðunni okkar eftir hvaða þjónustu þú notar, geta verið:

  • nafn;
  • netfang;
  • heimilisfang;
  • ogsímanúmer.

Í mörgum tilvikum veitir þú þessar upplýsingar sjálfur með því að gefa upp upplýsingar um þig á síðunni.

Teva kann ennfremur að safna sjálfkrafa upplýsingum um þá vefsíðu sem þú varst síðast á eða ætlar að fara næst á. Teva safnar einnig upplýsingum um þá hluta síðunnar sem þú heimsækir, þá tegund vafra sem þú notar og um hvenær þú heimsækir síðuna. Hins vegar eru þessar upplýsingar samþættar og þær eru ekki notaðar til að auðkenna þig.

Hvernig við notum og deilum upplýsingum um þig

Við notum persónugögn sem við söfnum til að heimila okkur að:

  • greina notkun síðunnar okkar;
  • veita umbeðna þjónustu, samskipti og vörur;
  • uppfylla kröfur laga, reglugerða og eftirfylgniákvæða;
  • rannsaka kvartanir vegna síðunnar;
  • ogstjórna síðunni og veita almenna þjónustu til viðskiptavina.


Við kunnum að nota samþættu upplýsingarnar til að stýra og bæta síðuna, greina þróun hennar og safna lýðfræðilegum upplýsingum á breiðum grundvelli. Teva kann að miðla þessum samþættu upplýsingum til þriðju aðila.

Vafrakökur og tengdar rakningaraðferðir

Notkun vafrakakna á síðunni

Teva notar vafrakökur til að safna upplýsingum um þig og til að geyma valkosti þína á netinu. Vafrakökur eru textaskrár sem innihalda lítið magn gagna sem er hlaðið niður á tæki þitt þegar þú heimsækir vefsíðu. Kökur eru síðan sendar aftur á vefsíðuna næst þegar þú heimsækir hana: þetta er gagnlegt þar sem vefsíðan getur borið kennsl á tölvu þína. Vinsamlegast sjá: www.allaboutcookies.org til að fá frekari upplýsingar um vafrakökur,

Teva notar eftirfarandi tvo flokka af vafrakökum á síðunni:

Frammistöðukökur. Þessar kökur safna upplýsingum um hvernig fólk notar síðuna. Til dæmis notar Teva Google Analytics til að hjálpa okkur að skilja hvernig fólk finnur síðuna, vafrar um hana eða notar hana okkur og hjálpar okkur að finna staði þar sem við getum bætt hluti eins og ferðir um síðuna, reynslu notenda og markaðssetningarherferðir. Allar upplýsingar sem þessar kökur safna eru samþættar og því nafnlausar. Þær hjálpa okkur einungis að sjá hvernig síðan virkar.
Aðgerðakökur. Þessar kökur muna val þitt (eins og t.d. hvaða tungumál þú velur). Þær má síðan nota til að sníða síðuna betur að notkun þinni í samræmi við fyrri heimsóknir og gera notkun þína línulegri. Það er hægt að gera þær upplýsingar sem þessar kökur safna nafnlausar og kökurnar geta ekki fylgst með notkun þinni á öðrum síðum.

Ef þú vilt eyða kökum sem eru þegar á tölvunni þinni, vinsamlegast skoðaðu hjálpar og viðhaldssvæðið á netvafranum þínum til að fá leiðbeiningar um hvernig finna á skrá eða möppu sem geymir kökurnar.

Upplýsingar um hvernig skal eyða og stýra kökum eru einnig tiltækar á slóðinni: www.allaboutcookies.org. Vinsamlegast ath. að með því að eyða kökunum okkar (eða gera þær óvirkar í framtíðinni) getur verið að þú kunnir ekki að nýtt þér ákveðin svæði eða notendamöguleika síðunnar.

Hvernig við geymum gögnin og þinn réttur

Við geymum allar upplýsingarnar sem við söfnum um þig þar til þú biður okkur um að breyta eða fjarlægja persónugögn þín eða eins lengi og viðkomandi lög leyfa.

Þú getur skoðað, leiðrétt, uppfært eða breytt persónuupplýsingum þínum hvenær sem er með því að hafa samband. Gildandi lög kunna að takmarka rétt þinn til slíks aðgangs.

Öryggismál

Teva hefur gripið til ráðstafana til að tryggja að persónugögn þín tapist ekki fyrir slysni, að óviðkomandi fái ekki aðgang að þeim, þau séu ekki notuð eða þeim breytt og að þau séu ekki látin öðrum í té. Gögn eru flutt á öruggan hátt. Notuð er SSL dulkóðun og gögnin geymd í öruggum gagnaverum. Við höfum ennfremur gripið til frekari öryggisráðstafana sem snúa að stýringu aðgangs, öryggi búnaðar og starfsmanna, örugga upplýsingasöfnun, geymslu og meðhöndlun. Netið er hins vegar opið kerfi og Teva getur ekki tryggt að þriðju aðilar nái í óleyfi að vinna bug á þessum öryggisráðstöfunum eða notað persónugögn þín á óviðeigandi hátt.

Alþjóðlegur flutningur gagna

Teva starfar alþjóðlega og getur flutt part af upplýsingum þínum til útlanda og til landa annarra en Ísrael og landa í Evrópska efnahagssvæðinu. Sum þessara landa geta verið með örðuvísi löggjöf varðandi gagnavernd. Með því að skila inn upplýsingum þínum til þessarar vefsíðu, samþykkir þú slíkan flutning gagna. Teva beitir eðlilegum ráðstöfunum til að tryggja að upplýsingar þínar njóti nægilegrar verndar þegar þær eru fluttar á milli landa.

Vefsíður þriðja aðila og félagsmiðlar

Þú getur valið að tengjast vissum félagsmiðlasíðum þriðja aðila og þjónustu þeirra gegnum síðuna okkar (eins og Facebook, LinkedIn og Google). Sumir hlutar síðunnar nota hnappa frá samfélagsmiðlum (eins og hnappinn til að deila á Facebook). Þegar þú velur að smella á þessa þjónustu, þá deilir þú upplýsingum með þessum síðum og þær upplýsingar sem þú deilir stjórnast af þeirra eigin persónuverndar- og friðhelgisstefnu. Samfélagsmiðillinn getur einnig deilt upplýsingum með okkur og getur sett fram upplýsingar um heimsókn þína á vefsíðu okkar á síðurnar sínar. Þú getur breytt friðhelgisstillingum inni á þessum síðum þriðja aðila.

Teva ber ekki ábyrgð á persónuverndarstefnu annarra né á verklagi annarra vefsíðna. Við getum einnig gefið slóð á aðrar vefsíður sem er stjórnað af Teva eða tengdum fyrirtækjum en sem starfa skv. aðskildum persónuverndarstefnum. Þú kannt að óska eftir að skoða gildandi persónuverndarstefnu á síðu þriðja aðila, til að vita hvernig þeir safna, nota og deila upplýsingum þínum.

Breytingar á persónuverndarstefnunni

Ef stefnu okkar um Persónvernd er breytt á einhvern hátt, þá setur Teva inn uppfærða útgáfa af stefnunni á þessa síðu. Það að skoða þessa síðu reglulega, tryggir að þú vitir alltaf hvaða upplýsingum við söfnum, hvernig Teva notar upplýsingarnar og í hvaða tilfellum ef einhver, við deilum þeim með öðrum aðilum.

Tengiliðaupplýsingar

Ef þú ert með einhverjar spurningar um þessa stefnu eða persónuupplýsingar þínar hafðu endilega samband.

 

  • go back