Actavis

Lagalegur fyrirvari

Verndun persónuupplýsinga og notkun á vefkökum

 

Þessi vefsíða („síðan“) er rekin af Teva Pharmaceutical Industries Ltd. („Teva“) og samstarfsaðilum þess. Hægt er að sjá listann yfir alla samstarfsaðila Teva á: http://www.tevapharm.com. Vísað er til Teva í þessari tilkynningu um verndun persónuupplýsina sem „við“, „okkur“ og „okkar“.

Umfang þessarar tilkynningar um verndun persónuupplýsinga

Þessi tilkynning um verndun persónuupplýsinga á við um persónuupplýsingar sem við höfum safnað í gegnum síðuna. Hún lýsir því hvernig við notum persónuupplýsingar þínar, sem og rétti þínum til verndunar persónuupplýsinga, þ.m.t. réttinum til andmæla gegn sumri vinnslu sem við framkvæmum. Frekari upplýsingar um rétt þinn og hvernig á að beita honum er að finna í kaflanum „Hvernig við geymum upplýsingar okkar og réttur þinn“.

Síða okkar kann að geyma hlekki við aðrar vefsíður sem við höfum engin yfirráð yfir. Teva ber ekki ábyrgð á persónuverndarstefnu og venjum annarra vefsíðna. Við kunnum einnig að vera með hlekki við aðrar vefsíður sem viðhaldið er af Teva eða fyrirtækjum samstarfsaðila er vinna með aðskilda persónuverndarstefnu. Ef þú ferð inn á þessar vefsíður gegnum síðu okkar ættir þú að skoða persónuverndarstefnu þessara síðna svo þú getir skilið hvernig þær safna, nota og deila upplýsingum þínum.

Hvernig við notum upplýsingar þínar

Við notum persónuupplýsingar sem við söfnum í eftirfarandi tilgangi:

 • með samþykki þínu til að:
  • veita þér upplýsingar um viðskipti Teva, vörur og þjónustu
  • svara spurningum þínum eða öðrum orðsendingum sem þú hefur sent gegnum síðuna
  • nota kökur eða álíka tækni eins og lýst er hér á eftir.
  • leyfa okkur að reka lögmæta starfsemi okkar, sér í lagi að:
   • greina notkun á síðu okkar og samskipti okkar við þig
   • gegna kröfum laga, reglugerða, lyfjavöktunar og regluvörslu, sér í lagi til að bregðast við beiðnum um upplýsingar frá stjórnvöldum.

Hvernig við deilum persónuupplýsingum þínum

Teva kann að gefa upp persónuupplýsingar til eftirfarandi flokka af viðtakendum (í öllum tilfellum þegar nauðsynlegt reynist af uppfylla hlutverk þeirra):

 • starfsmanna okkar (nær til starfsmanna og utanaðkomandi ráðgjafa), sérfræðiráðgjafa og umboðsmanna;
 • annarra sviða og fyrirtækja í Teva hópi fyrirtækja um heim allan;
 • þjónustuveitenda sem eru þriðju aðilar sem nota persónuupplýsingar þínar fyrir hönd Teva og eru samningsbundnir að halda persónupplýsingum þínum leyndum og öruggum;
 • kaupenda eða væntanlegra kaupenda á öllum eða hluta af viðskiptum Teva (nær til sérfræðiráðgjafa þeirra); og
 • stjórnvalda, eftirlitsstofnana og lögregluyfirvalda ef nauðsynlegt reynist í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan, ef skylt er að lögum eða ef nauðsynlegt reynist fyrir lögvernd á lögvörðum hagsmunum okkar í samræmi við viðkomandi lög.

Vefkökur og skyld rakningartækni

 

Notkun á vefkökum á síðunni

Teva notar vefkökur/dúsur til að safna upplýsingum um þig og geyma síðuval þitt. Vefkökur eru textaskjöl með örlitlum upplýsingum sem hlaðið er niður á tæki þitt þegar þú heimsækir síðu. Vefkökur eru síðan sendar til baka á vefsíðu þegar þú heimsækir hana næst: Þetta er gagnlegt því það leyfir vefsíðunni að kannast við tæki þitt. Til að afla frekari upplýsinga um vefkökur farðu á www.allaboutcookies.org

Teva notar eftirfarandi flokka af vefkökum á síðunni:

Flokkur 1: Alveg nauðsynlegar vefkökur

Þessar vefkökur eru nauðsynlegar til að gera þér kleift að hreyfa þig um síðuna og nýta þér kosti hennar. Án þeirra er ekki hægt að veita þjónustu sem þú biður um (svo sem að muna innsláttaratriði þín).

Flokkur 2: Árangursvefkökur

Þessar vefkökur safna upplýsingum um hvernig fólk notar síðuna. Teva notar þessar vefkökur t.d. til að hjálpa okkur að skilja hvernig viðskiptavinir koma á síðuna, fara um eða nota síðuna og varpa ljósi á hvaða svið við getum endurbætt, svo sem umferð um síðuna, reynslu notandans eða markaðsherferðir. Allar upplýsingar sem þessar vefkökur safna eru lagðar saman og því nafnlausar. Þær eru aðeins notaðar til að bæta virkni síðunnar.

Flokkur 3: Aðferðavefkökur

Þessar vefkökur muna val þitt (svo sem val á tungumáli). Þær er síðan hægt að nota til að bjóða þér umhverfi sem hentar vali þínu betur og gerir heimsóknir þínar á síðuna sértækari. Upplýsingar sem þessar vefkökur safna geta verið gerðar nafnlausar og þær geta ekki rakið vefnotkun þína á öðrum vefsíðum.

Ef þú vilt eyða vefkökum sem þegar eru í tölvunni þinni, farðu inn á hjálpar- og stuðningssíðu á netvafranum þínum til að finna efnisskrá sem geymir vefkökur.

Einnig er hægt að ná í upplýsingar á www.allaboutcookies.org. Hafðu í huga að með því að eyða vefkökum okkar (eða koma í veg fyrir vefkökur í framtíðinni) getur farið svo að þú komist ekki inn á viss svæði eða kosti síðunnar.

Notkun á vefvitum

Á sumum af blaðsíðunum og vefsíðu okkar og í tölvupóstum kunna að vera rafrænar myndir, vefvitar (stundum nefnd hrein gif) sem leyfa okkur að telja notendur er heimsótt hafa þessar síður eða lesið tölvupóstinn okkar. Vefvitar safna aðeins takmörkuðum upplýsingum sem innihalda vefkökufjölda, tíma og dagsetningu síðuskoðunar og lýsingu á síðunni þar sem vefvitinn er. Þessir vitar geyma ekki persónuleg gögn og eru aðeins notaðir til að rekja gagnsemi viðkomandi markaðssetningar.

Hvernig við geymum upplýsingar þínar og réttindi þín

Við geymum allar upplýsingar sem við söfnum saman um samskipti þín við Teva. Upplýsingar þínar verða geymdar í tvö ár eða eins og sanngjarnt má telja í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan og í samræmi við viðkomandi lög.

Þú getur átt lagalegan rétt á að biðja Teva um afrit af upplýsingum þínum, að leiðrétta, eyða eða takmarka notkun þeirra eða biðja okkur að færa sumar af þessum upplýsingum til annarra stofnana. Þú getur einnig átt rétt á að andmæla sumri vinnslu. Slíkur réttur kann að vera takmarkaður við ákveðnar kringumstæður, t.d. þar sem við getum sýnt fram á að við berum lagalega skyldu til að vinna úr persónuupplýsingum þínum.

Þar sem þú hefur samþykkt að unnið sé úr gögnum þínum getur þú dregið það samþykki til baka hvenær sem er.

Ef þú vilt nýta þér eitthvað af rétti þínum varðandi persónuupplýsingar þínar skaltu hafa samband við okkur. Ef þú býrð í Evrópu skaltu hafa samband í gegnum EUPrivacy@tevaeu.com. Fyrir öll önnur svæði skaltu hafa samband við okkur í gegnum IL Privacy.Tevail@teva.co.il.

Við vonum að við getum svarað öllum spurningum sem þú kannt að hafa um það hvernig við vinnum úr þínum persónuupplýsingum. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum getur þú haft samband við gagnaverndarskrifstofu Teva (Teva Data Protection Office) með því að hafa samband við okkur. Ef þú býrð í Evrópu getur þú haft samband á EUPrivacy@tevaeu.com. Ef ekki hefur verið leyst úr áhyggjuefnum þínum áttu rétt á að kæra til persónuverndarstofnunar á þeim stað þar sem þú býrð, vinnur eða telur að persónuvarnir hafi verið brotnar.

Færsla milli landa

Teva vinnur alþjóðlega og mun færa upplýsingar þínar til landa utan þíns heimalands og út fyrir Evrópska efnahagssvæðið, svo og til Ísrael og Bandaríkjanna. Þegar gögn þín eru færð til Ísrael byggir Teva það á ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um færslu gagna frá ESB til Ísraels; þegar þau eru færð til Bandaríkjanna notar Teva persónuvarnarskjöld Teva Pharmaceutical USA Ltd.; þegar þau eru færð til annarra landa utan Evrópska efnahagssvæðisins notar Teva almennt staðla framkvæmdastjórnar ESB um samningsákvæði. Upplýsingar um viðkomandi fyrirkomulag verða veittar eftir ósk frá EUPrivacy@tevaeu.com.

Breytingar á þessari tilkynningu um persónuupplýsingar

Ef þessi tilkynning um persónuupplýsingar breytist eitthvað mun Teva setja endurskoðaða útgáfu af henni á þessa síðu. Ef þú skoðar þessa síðu reglulega þá tryggir það að þú verðir ávallt upplýst(ur) um hvaða upplýsingum við söfnum, hvernig Teva notar þær og undir hvaða kringumstæðum við deilum þeim með öðrum ef það á við.

Öðlast gildi í mars 2018

 • go back