Actavis

Mannauður

Um áttatíu prósent starfsmanna Actavis á Íslandi er með háskólamenntun að baki en við ráðningar nýrra starfsmanna er horft til reynslu og persónueinkenna umsækjenda.

Einnig eru gildi fyrirtækisins höfð að leiðarljósi við ráðningu nýrra starfsmanna. Finna má auglýst störf í hlekk hér til hægri, en hlekkurinn vísar á starfsmannavef Teva í nýjum glugga. Vefurinn er á ensku.

Menntun Eins og gefur að skilja eru margir starfsmenn okkar með menntun í lyfjafræði og raunvísindum en einnig í viðskiptafræði og öðrum greinum tengdar fjármálum.

Móttaka nýliða Með skipulegri nýliðamóttöku er nýjum starfsmönnum gert kleift að ná fljótt og vel tökum á störfum sínum. Lögð er áhersla á að kynna fyrirtækið og starfsemi þess fyrir starfsmönnum og gera þeim grein fyrir réttindum sínum, skyldum og ábyrgð.

Fræðsla Fyrir þekkingarfyrirtæki eins og Actavis er mikilvægt að hafa yfir að ráða hæft starfsfólk sem er ánægt í starfi. Stefna fyrirtækisins er að skapa gott og krefjandi starfsumhverfi sem laðar að sér hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem hefur áhuga á að þróast innan fyrirtækisins. Því er lögð áhersla á að efla hæfni starfsfólks með því að bjóða upp á fjölbreytta fræðslu og tækifæri til starfsþróunar.

Starfsmannafélag Actavis á Íslandi hvetur og styrkir starfsmenn sína til íþróttaiðkunar auk þess sem fræðslustyrkur stendur starfsmönnum til boða. Starfsmannafélag Actavis er öflugt og stendur fyrir hinum ýmsu uppákomum yfir árið.

  • go back

Störf í boði

Auglýst störf

Nánari upplýsingar vegna umsókna veitir starfsmannasvið.