Omeprazol Actavis
- Virk innihaldsefni og styrkleikar:
Omeprazole 10 mg, 20 mg, og 40 mg
- Lyfjaflokkur:
- Meltingarfæra- og efnaskiptalyf
- Undirlyfjaflokkur:
- Lyf gegn sýrutengdum sjúkdómum
- ATC flokkur:
- A02BC01
- Lyfjaform og notkun:
Magasýruþolin hörð hylki til inntöku
- Pakkningastærðir:
10 mg - 100 stk. töfluglös
20 mg - 14 stk., 28 stk. og 56 stk. þynnupakkningar, og 100 stk. töfluglös
40 mg - 100 stk. töfluglös
Omeprazol Actavis 20 mg - 14 stk. og 28 stk. þynnupakkningar eru fáanlegar án lyfseðils.
Ábendingar:
Omeprazol Actavis er magalyf sem inniheldur virka efnið ómeprazól.
Lausasala:
Omeprazol Actavis er ætlað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði.
Lyfseðilskylt:
Omeprazol Actavis er ætlað til meðferðar við skeifugarnar-og góðkynja magasárum, vélindabakflæði og Zollinger-Ellison heilkenni sem er sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur óhemju mikilli framleiðslu á magasýrum.
Efnið sem veldur súru umhverfi í maganum (saltsýra) dælist úr frumunum í slímhúð magans með svokölluðum sýrupumpum. Omeprazol Actavis hemur þessar sýrupumpur og dregur þar með úr súrleika magans.
SPC (Samantekt um eiginleika lyfs)
Fylgiseðill (Upplýsingar fyrir sjúklinga) og SPC (Samantekt um eiginleika lyfs)