Actavis

Rosazol, krem, 1%

Virk innihaldsefni og styrkleikar:

Metrónídazól 10 mg/g. 

Lyfjaflokkur:
Húðlyf
Undirlyfjaflokkur:
Sýklalyf (antibiotica og chemotherapeutica) við húðsjúkdómum
ATC flokkur:
D06BX01
Lausasölulyf
Lyfjaform og notkun:

Krem til notkunar á húð.

Pakkningastærðir:

25 g túpa.

Ábendingar:

Rosazol inniheldur sýklalyf sem einungis verkar gegn fáum tegundum örvera.

Rosazol er notað við húðsjúkdómnum rósroða. Rósroði kemur einkum fram sem roði eða rauðir bólguhnúðar á enni, nefi, kinnum og höku. Rósroði er algengastur hjá konum milli 30 og 50 ára. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna.

SPC (Samantekt um eiginleika lyfs)

Fylgiseðill (Upplýsingar fyrir sjúklinga) og SPC (Samantekt um eiginleika lyfs)

Rosazol, krem, 1%